Fyrirtækið Jóhann Helgi & Co ehf var stofnað árið 1990 af Jóhann Helga Hlöðverssyni skrúðgarðyrkjumeistara.
Fyrstu árin var starfsemin aðallega á sviði skrúðgarðyrkju, s.s. gerð skóla- og leikskólalóða.
Árið 1994 hóf fyrirtækið innflutning á Lappset útileiktækjum frá Finnlandi og hefur síðan þá sífellt verið að auka starfsemina. Hún er nú orðin afar fjölbreytt.
Starfsemi Jóhanns Helga & Co fer að stórum hluta fram gegnum síma og tölvur. Að mestu er um pöntunarkerfi að ræða en algengustu vörur eru að jafnaði til á lager. Reikna má með 2-4 vikna afhendingarfresti á pöntunarvörum.
Megin áhersla Jóhanns Helga & Co er fólgin í því að geta boðið upp á heildarlausnir og lausnaleit fyrir viðskiptavinina.
- Meðal annars býður fyrirtækið upp á vörur fyrir leik- og íþróttasvæði af ýmsum toga, s.s. innréttingar fyrir leikskóla og yngra stig grunnskóla og útileiktæki fyrir skóla, leikskóla og önnur leiksvæði.
- Flest fyrir sundlaugar, s.s. frauðleiktæki, rennibrautir, innréttingar o.fl.
- Útiæfingakerfi eins og til að mynda æfingastöðvar við göngustíga eða sundlaugar. Aðstöðu fyrir boltaíþróttir s.s. sparkvelli og körfuboltavelli.
- Girðingar, sæti o.fl fyrir íþróttaleikvanga.
- Búnað fyrir jaðaríþróttir s.s. hjólabrettarampa. Einnig fjölmargt sem eykur á yndi fólks sem iðkar útivist, s.s borð og bekkir, skrúðgarðaskýli og fleira.
Einnig býður fyrirtækið upp á heildarlausnir fyrir garða og torg, s.s sorptunnur, reiðhjólagrindur og –skýli, stubbahús, strætóskýli og fleira. Fjölbreytnin er því orðin mikil og enn bætist við.
Nýjasta viðbótin sem Jóhann Helgi & Co hefur snúið sér að því að þjónusta, er hestasportið. Reyndar gagnast sú vörulína að sjálfsögðu fleirum en hestamönnum, s.s. bændum.
Síðan bjóðum við sauðfjárbændur velkomna í viðskiptamannahópinn en þeir kaupa nú í stórum stíl hjá okkur plastefni í fjárhúsgólfin hjá sér.