Jóhann Helgi & Co ehf sérhæfir sig í uppsetningu / viðhaldi og þjónustu á þeim vörum sem fyrirtækið flytur inn. Innflutningur á Lappset leiktækjunum hefur verið frá árinu 1994 og eru sum tækin ennþá í notkun.

Jóhann Helgi Hlöðversson er skrúðgarðyrkjumeistari og hefur rekið fyrirtækið sitt síðan 1990, hefur hann tekið að sér fjölda verka jafnt fyrir einstaklinga, fyrirtæki, bæjarfélög og stofnanir. Meðal annars hellu og granítlögnina á Hallgrímskirkjutorgi sem er einn vinsælasti viðkomustaður erlendra ferðamanna á Íslandi.